Vefsíðan hefur lítinn stuðning frá þessum vafra, Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Karfa

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Dásamleg vetrarsúpa með mungbaunaspírum

Þessi súpa er dásamleg, vermandi og stútfull af næringu, hún er vegan, glútenlaus og án mjólkurs og  sykurs  og hentar því flestum. Innihaldsefnin eru valin hráefni með tilliti til  bólgueyðandi virkni og  ríkulegss næringarinnihalds. 

Sætar kartöflur eru mjög næringarríkar, innihalda hátt hlutfall andoxurnarefna, trefja, kalíum, og B6, pýridoxín sem er mjög mikilvægt fyrir hormón kvenna sem og myndun gleðihornómsins serótóníns auk fjölda mikilvægra jurtaefna sem líkaminn þarfnast. 

Mungbaunaspírur innihalda gott jafnvægi næringarefna, góð uppspretta af prótíni. Þær eru ríkar af C-vítamíni, vatnsleysanlegum trefjum, steinefnunum, járni og kalíum auk fjölmargra lífvirkra jurtaefni sem styðja við endurnýjun og viðhald fruma. Spírurnar eru auðmeltar, þar sem spírun brýtur næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur best nýtt sér.

Súpan er mjög góð sem aðalréttur á vetrarkvöldi með grófu súrdeigsbrauði. Hægt er að gera grunninn og eiga í frysti og setja grænmetið saman við þegar hún er elduð.

Innihald:

  • 500g sætar kartöflur, skornar í litla bita
  • 100g blómkál skorið í litla bita
  • 1  laukur smátt skorinn
  • 2 hvítlauksrif,  pressuð
  • 1 tsk rifin engiferrót
  • 1 tsk turmerik
  • svartur pipar á hnífsoddi
  • 1 msk kaldpressuð olívuolía
  • 1 msk Harissa krydd frá Kryddhúsinu
  • 1/2 tsk cumin krydd 
  • 1 grænmetiskraftur 
  • 2 msk tómatpúrra
  • 800 ml vatn
  • 1 dós, 400 ml kókósmjólk
  • 1/2 til 1 msk límesafi
  • smakkað til með sjávarsalti, svörtum pipar
  • cayenne pipar á hnífsoddi
  • 150g mungbaunaspírur
  • 1 lime skorið í báta 

Hitið ofninn í 200°C

Flysjið sætu kartöflurnar og skerið í báta, dreifið á bökunarplötu og bakið í 15-20 mín. eða þar til kartöflunar eru bakaðar 

Á meðan  sætu kartöflurnar eru í ofninum, hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn, bætið síðan við hvítlaukinum, engiferrótinni og kryddunum útí. Steikið smá stund saman. Þá er vatninu bætt útí ásamt grænmetiskraftinum og tómatpúrranu.  Látið malla smástund og bætið þá blómkálsbitunum samanvið og látið suðuna koma upp, sjóðið í 4-5 mínútur. 

Þegar sætu kartöflunar eru tilbúnar í ofninum er þeim bætt útí súpuna ásamt kókósmjólkinni.  Látið malla  við vægan hita þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn, smakkað til með salti, pipar, örlítlum cayenne pipar og limesafanum.  

Þegar borið fram bætið þá lófafylli af munspírunum útá diskinn ásamt einum bát af lime á hvern disk.

Verði ykkur að góðu!