Vefsíðan hefur lítinn stuðning frá þessum vafra, Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Karfa

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Um okkur

Upphafið 

„Eftir margra ára glímu við bólgur og verki, og mikla þrautagöngu á milli lækna, ákvað ég árið 2007 að leita  annara leiða. Ég kynnti mér vandlega rannsóknir á mataræði, þar á meðal spíruðu fæði og jákvæðum áhrifum þess á líkamsstarfsemina“.  

Ég ákvað að breyta um mataræði og neytti eingöngu lifandi fæðis þar sem uppistaðan var spírað hráefni. Það er skemmst frá því að segja að verkir hurfu á nokkrum vikum og bólgur voru úr sögunni. Þessi reynsla mín varð hvatinn að stofnun Ecospíru haustið 2012. Matvælafyrirtækis sem hefði það að markmiði að framleiða hágæða fæði, byggt á spíruðu hráefni.

Viss um að hægt sé að útrýma lífstílssjúkdómum | RÚV (ruv.is)

Lærdómur minn er sá að mataræðið hefur gríðarlega mikil áhrif bæði á líkamlega og andlega líðan okkar. Ég er sannfærð um að næringarríkt og hreint fæði, ásamt hæfilegri hreyfingu, sé sterkasta vopn okkar gegn þeim fjölmögum heilsuvandamálum sem herja á mannkynið.

Sá sem ekki er heill heilsu á aðeins eina ósk, að verða frískur. Það er einlæg von mín að framleiðsla Ecospíru muni stuðla að því að sem flestir geti átt margar, góðar óskir.” 

Katrín H Árnadóttir, stofnandi Ecospíru

 

Stefna og gildi

Gildi Ecospíru eru traust, gæði, heiðarleiki, heilbrigði og sjálfbærni.

Viðskiptavinir Ecospíru geta treyst því að gæði vörunnar séu fyrsta flokks, starfsfólk fyrirtækisins vinni af heilindum í allri framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini og hafi heilbrigði þeirra að leiðarljósi.

Ecospíra fylgir sjálfbærri stefnu í rekstri sínum með því að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins, hámarka hæfni starfsfólks og tryggja vellíðan þess; ennfremur er miðað að því að rekstur fyrirtækisins verði sjálfbær.

Framtíðarsýnin er sú að Ecospíra verði í fararbroddi í framleiðslu á matvælum sem stuðlar að góðri heilsu neytandans.