Vefsíðan hefur lítinn stuðning frá þessum vafra, Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Karfa

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Spírur og smájurtir

Hver spírutegund er forðabúr plöntunnar, nýútsprungið líf, stúfullt af næringu og sérvirkum jurtaefnum sem næra og endurnýja frumur líkamans, fæðuapótek af bestu gerð, algjört ofurfæði....

Blaðlauksspírur

Milt laukbragð með eilítið beittu eftirbragði.

Blaðlauksspírur eru mjög góðar sem krydd í salat, með kjöti og fiski. Einnig eru þær frábærar með ítölskum réttum og súpum, bætt við rétt áður en maturinn er borinn fram, eða ofan á brauð.

Blaðlauksspírur eru ríkar af A, B, C og E-vítamínum en einnig steinefnum, sérstaklega kalsíum, fosfór, járni, brennisteini og magnesíum. Þær hafa græðandi eiginleika, eru bakteríudrepandi, lækka kólesteról og styrkja ónæmiskerfið.

Radísuspírur

Radísuspírur eru ríkar af andoxunarefnum A og C, auk fólinsýru B9. Jafnframt er að finna í radísuspírum vítamínin B1, B2, B3 B6 og K. Radísuspírur eru auðugar af fosfór, kalsíum, magnesíum, natríum, járni og sinki, auk blaðgrænu (chlorophyll) sem hjálpa til við að flytja súrefni til frumanna og er mjög öflug við afeitrun líkamans. Þá innihalda radísuspírur mikilvæg ensím (mýrósínasa) sem hjálpa til við niðurbrot og upptöku næringarefna. Nýjar rannsóknir benda til að spírunar innihaldi gnægð af  hið frumuverjandi efni glúkórafanín einsog brokkólíspírurnar.

Prótínspírur

Próteinspírur er blanda af spíruðum baunum, linsum og fræjum þ.e mungbaunir mismunandi tegundum linsa og fenugreek. Spírublandan er rík af næringarefnum, m.a. prótínum, steinefnum og vítamínum, einkum, A, C og K.  

Mungbaunireru góð uppspretta af prótíni, sérstaklega amínósýrunni methionine sem talin er hafa róandi áhrif á líkamann. Þær eru ríkar af C-vítamíni og steinefnunum, járni og kalíum. Linsur eru einnig ríkar af prótíni og járni og eru mjög góð uppsprettaaf C-vítamíni. Fenugreek er blóð- og nýrnahreinsandi. Ríkt af fosfór og járni, auk snefilefna og inniheldur ensímið U, sem verndar meltingarveginn og og græðir bólgur.

Spírublönduna er gott að nota sem meðlæti með fiski eða kjöti, út á salatið eða sem snakk á milli mála.

Radísur eru allskonar, grænar, rauðar, bleikar...

hér eru þessar rauðkálsrauðu sem heita Sango

Alfalfaspírur

Alfalfaspírur eru mildar með fersku grænmetisbragði og passa mjög vel með fiski, ofan á brauð, í salatið og græna drykkinn. Þær eru uppáhaldsspírur barnanna.

Alfalfaspírur styrkja ónæmiskerfið og hafa lengi verið notaðar sem jurtalyf í Kína, á Indlandi og í Mið-Austurlöndum.

Alfalfaspírur eru auðugar af estrogenlíkum hormónum, sem geta dregið úr einkennum tíðahvarfa og virkað sem forvörn gegn beinþynningu, krabbameini og hjartasjúkdómum. Þær innihalda blaðgrænu og mikilvæg vítamín; A, C, E, K og B6. Jafnframt hafa þær að geyma kalsíum, járn, magnesíum, fosfór, kalíum, natríum, sink og prótein, ásamt fjölda jurtaefna sem stuðla að lækkun LDL kólesteróls í blóði.

Einstaklingar með hormónatengt krabbamein ættu þó ekki að borða alfalfaspírur. Jafnframt ættu þeir sem þjást af sjálfsónæmisjúkdómum vegna virkni þeirra á ofnæmiskerfið.

Brokkólíspírur

Brokkólíspírur eru hrein ofurfæða. Þær innihalda mikilvæg frumuverjandi efni, m.a, glúkórafanín, sem rannsóknir sýna að geta hindrað æxlismyndun og örvað afeitrun krabbameinsfruma úr líkamanum. Mikilvægt er að borða brokkólíspírurnar ferskar þar sem ensímið mýrósínasa er þýðingarmikið við niðurbrot glúkórafaníns í hið verndandi efni súlfórafan í meltingarveginum. Þá hefur verið sýnt fram á að súlfórafan í brokkólíspírum geti veitt vörn gegn húðkrabbameini af völdum útfjólublárra geisla og hamlað vexti H.Pyroli bakteríunnar.

Brokkólíspírur hafa hátt gildi andoxunarefna, A, C og E-vítamína, sem hjálpa líkamanum við að eyða sindurefnum, en þau eru talin vera orsök ýmissa hrörnunarsjúkdóma. Auk þess innihalda þær mikið af öðrum næringarefnum, m.a. vítamínin B og K, sink, kalsíum, magnesíum og járn.

Grös - ræktuð á undirlagi - engin mold

Smájurtir - microgreens

Ecospíra framleiðir fjölda smájurta, baunagrös (e. aflilacress), garðakarsa (e. Garden Cress, radísugrös, bæði græn og rauð. Einnig framleiðum við sérpantanir eftir þörfum hvers og eins.

Baunagrös ( e. afilacress)

Baunagrös ( e. afilacress) ein vinsælasta smájurtin. Ræktuð á undarlagi sem auðvelt er að klippa, engin mold.

Garðakarsi ( e. Garden cress)

Garðakarsi er ein þekktasta smájurtin, einstaklega bragðgóð og mjög falleg smájurt.

Radísukress rauð ( e. red radish cress)

Radísukress, bleik, rauð eða græn, einstaklega fallegar smájurtir sem fara vel með hvaða rétti sem er.