Alfalfa fræ 150g, lífræn spírunarfræ
Alfalfaspírur eru mildar með fersku grænmetisbragði og passa mjög vel með fiski, ofan á brauð, í salatið og græna drykkinn. Þær eru uppáhaldsspírur barnanna.
Alfalfaspírur styrkja ónæmiskerfið og hafa lengi verið notaðar sem jurtalyf í Kína, á Indlandi og í Mið-Austurlöndum.
Alfalfaspírur eru auðugar af estrogenlíkum hormónum, sem geta dregið úr einkennum tíðahvarfa og virkað sem forvörn gegn beinþynningu, krabbameini og hjartasjúkdómum. Þær innihalda blaðgrænu og mikilvæg vítamín; A, C, E, K og B6. Jafnframt hafa þær að geyma kalsíum, járn, magnesíum, fosfór, kalíum, natríum, sink og prótein, ásamt fjölda jurtaefna sem stuðla að lækkun LDL kólesteróls í blóði.
Einstaklingar með hormónatengt krabbamein ættu þó ekki að borða alfalfaspírur. Jafnframt ættu þeir sem þjást af sjálfsónæmisjúkdómum vegna virkni þeirra á ofnæmiskerfið.
Alfalfa fræ 150g, lífræn spírunarfræ