Spírur hafa frábæra eiginleika sem bæta og viðhalda heilsu okkar og orku. Þær eru ríkar af andoxunarefnum sem eyða sindurefnum í líkamanum og hægja þar með á öldrun, þær eru próteinríkar, hafa mikilvæg vítamín og steinefni. Þær eru auðmeltar og spara ensímbirgðir líkamans, auðvelda endurnýjun hans og halda honum ungum og orkumiklum.
Spírur eru mjög ensímríkar og hjálpa meltingunni, auk þess að þær eru ríkar af A, C og E vítamínum, B6, B9, mikilvægum steinefnum og fitusýrum. Í stað þess að nota orku líkamans og eigin ensímforða við að brjóta niður fæðuna brýtur ensím spírunnar næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og skilar út í blóðið í gegnum slímhúð meltingarfæranna.
Á þennan hátt sparar spírað orkubirgðir líkamans. um leið og það gefur líkamanum hágæða næringu og orku, eykur það mögulega líkamans á endurnýjun og heldur líkamanum ungum og orkumiklum. Auk þess innihalda spírur fjöldann allan af flóknum jurtaefnum sem endurnýja og vernda frumur mannslíkamans.