50 g steinselja
1 askja fersk basilikublöð, ca 25 g
1 dl blanda af graskersfræjum og kasjúhnetum
1-2 hvítlauksrif, pressuð
1-1 1/2 dl ólífuolía
2 dl Parmesan ostur, rifinn
salt og pipar
Hneturnar eru muldar fyrst í matvinnsluvél, ekki fínmalaðar, osturinn og hvítlaukurinn settur út í ásamt góðri ólífuolíu, steinseljan og basilikublöðin sett út í síðast ásamt salti og pipar. Gott að hafa pestóið frekar grófmalað.