Vefsíðan hefur lítinn stuðning frá þessum vafra, Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Karfa

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Þarmaflórubúst Ecospíru

Búst fyrri þarmaflóruna 

Matarræði skiptir miklu máli fyrir uppbyggingu og viðhald góðrar þarmaflóru. Fyrir utan fjölbreytt grænmetisfæði alla daga þá er mikilvægt annars vegar svokallað probiotics fæði sem eru lifandi gerlar og finnast í jógúrt, súrkáli og gerjuðum mat og hins vegar prebiotics, þ.e. fæði sem er einskonar áburður fyrir góðu bakteríuflóruna þannig að  hún geti vaxið og dafnað.  Mikilvægt prebiotics fæði eru til að mynda ákveðnar tegundir trefja sem góðgerlarnir geta brotið niður og nýtt sér til vaxtar, einkum á bifidobaterium og lactobacillus góðgerlunum.  Hér má nefna t.d. belgþara, lauk, hvítlauk, aspas, og mungbaunir og allar tegundir spíra sem afbragðs gott fæði fyrir góðgerlana. 

Þá er ferskt, andoxunrríkt, auðmelt og bólgueyðandi fæði sem og fæði sem eykur niðurbrot og hreinsun meltingarvegarins mjög mikilvægt fyrir umhverfi góðgerlana. Hér erum við að tala um t.d. túrmerik, fenugreek, engifer, sítrusávexti og káltegundir af krossblómaætt eins og brokkóli. Brokkólíapírur innihalda mikið magn af glúkórafaníní. Glúkórafaníní brotnar niður við meltingu í  sérvirka efnið sulforaphane sem sýnt hefur m.a. getað haldið óvinveittum bakteríum í magaslímhúðinni í skefjum sbr. H.Pylori bakteríunni og styrkt magaslímhúðina.  

Allar spírur eru mjög trefjaríkar, auðmeltar og ensímríkar og kjörin fæða fyrir meltingarveginn, þegar þeirra er neytt með bólgueyðandi og fjörlbreyttri trefjaríkari fæðu fá  góðgerlarnir það sem þeir  þurfa til að vaxa og dafa. Hér er uppskift af góðum morgundrykk sem hressir og kætir þarmaflóruna. 

Þarmaflórubúst Ecospíru 

2,5 dl ananas 

1 lífræn epli kjarhreinsuð   

½ stilkur sellerí 

1  msk lífrænn lime eða sítrónusafi   

1/2  lítil  lífræn túrmerk rót með hýðinu (litli fingur að stærð) eða ½ tsk lífrænt túrmerk duft 

1/8 tsk pipar 

1 msk rifið engifer  

1 msk af chia gel eða hörfræjar gel útí ( chia þarf 30 mín í vatni til að búa til gel, hörfræ 4-6 tíma)  

25g brokklíspírur  

25g spíruð prótínblanda ( mung-, linsur- og fenugreek spírur) 

1/3 msk mulinn belgþari  

Setja allt í blandarann og bæta við vatni upp að 1 lítra á blandaranum.  

Blanda í blandara og geyma rest í ísskáp , geymist í 2-3 daga.