Vefsíðan hefur lítinn stuðning frá þessum vafra, Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Karfa

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Ræktun spíra - mikilvæg atriði

Auðvelt er að rækta spírur en hér eru nokkur mikilvæg atriði sem hafa ber í huga við spírunina.

- Notið lífræn fræ, meðhöndluð og/eða húðuð fræ ætti aldrei að nota við spírun. Spírurnar eru neyttar 4-7 daga gamlar og eru því miklar líkur á að aukaefnin á meðhöndluðum fræjum séu til staðar við neyslu þeirra.

- Mikilvægt er að sótthreinsa fræin og þvo áður en spírað er. Gott er að skola þau upp úr vatni og setja 1-2 dropa af oregano oíu útí 1 lítra af vatni, skola síðan þrisvar sinnum með vatni á eftir. Einnig er hægt að nota borðedik, 1 tappa í 1 lítra af vatni. Skola vel á eftir.

- Fræin eru síðan lögð í bleyti yfir nótt á myrkan stað í 6-12 tíma eftir stærð fræsins. T.d. alfalfa og brokkólí í 6 tíma og baunir í 12 tíma.

- Við útvötnun brotna dvalarefni fræsins niður, mikilvægt er að skola fræin vel áður en þau eru sett til spírunnar í spírubox eða spírunarpoka.

- Vökva skal fræin kvölds og morgna og gæta þess að þau séu ekki í beinni sól. Best er að hafa þau þar sem þau hafa jafnan hita allan tíman sem þau eru í ræktun.

- Spírurnar eru tilbúnar þegar tvö kímblöð eru komin á spíruna og þau farin að opna sig örlítið. Baunir og korn mynda ekki kímblöð við spírun heldur eru þau tilbúin til neyslu þegar spíran er jafn löng bauninni eða korninu sjálfu.

- Setjið tilbúnar spírur í skál með vatni og fleytið fræhulsunni af, vindið síðan vatnið af í salatvindu og geymið spírurnar í ísskáp.