Vefsíðan hefur lítinn stuðning frá þessum vafra, Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Karfa

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Spírur - Ensímrík fæða – aukin orka

Ensímrík fæða – aukin orka

Gnægð ensíma í spírum, sem og í fersku grænmeti og ávöxtum, er það sem greinir þessi matvæli frá annarri fæðu. Hvert fræ er forðabúr plöntunnar og inniheldur vítamín, steinefni, prótein, fitu og kolvetni. Þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi, með tilliti til vatns og hita, byrjar fræið að spíra og leysir úr læðingi gríðarlega mikla orku. Náttúruleg efnabreyting á sér stað. Ensím verða til og umbreyta næringarefnum fræsins í þá næringu sem plantan þarfnast til vaxtar. Við spírunina umbreytast kolvetni í einfaldar sykrur, flókin prótein í amínósýrur og fita í fitusýrur, sem eru allt auðmelt efnasambönd fyrir líkamann. C-vítamín verður til í miklu magni við spírun, ásamt nokkrum öðrum vítamínum, m.a. A og E.

Að auki taka spírur upp steinefni og snefilefni úr vatni sem þau vaxa í. Steinefnin í spírunum eru auðmelt og frásogast vel út í blóðið. Í stað þess að nota orku líkamans og eigin ensímforða við að brjóta niður fæðuna brýtur ensím spírunnar næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og skilar út í blóðið í gegnum slímhúð meltingarfæranna. Á þennan hátt sparar spírað fæði orkubirgðir líkamans. Um leið og það gefur líkamanum hágæða næringu og orku eykur það möguleika líkamans á endurnýjun og heldur líkamanum ungum og orkumiklum.

Jurtaefni Fyrir utan ensím, sem eru mikilvæg fyrir niðurbrot fæðunnar, innihalda spírur fjöldann allan af flóknum jurtaefnum. Sum þessara jurtaefna leysast úr læðingi frá frumum plöntunnar við meltingu og hafa síðan hæfileika til að endurnýja og vernda frumur mannslíkamans.

Staðfest er með fjölda erlendra rannsókna að efnið glúkórafanín er að finna í miklu magni í brokkólíspírum. Við meltingu og niðurbrot efnisins í meltingarveginum umbreytist glúkórafanín í lífvirka efnið súlfórafan, sem rannsóknir hafa sýnt að geti veitt vörn geng mörgum heilsuvandamálum sem maðurinn glímir við í dag